Thursday, August 15, 2013

omg, ég er "þetta lið"

áður fyrr leit ég á þá sem voru á jeppum dáldið svona skringilega. Bæði af því að ég öfundaði þá en líka af því mér var í nöp við þá vegna þess að þeir menguðu meira en ég og voru ógeðslega stórkallalegir og fyrirferðamiklir í umferðinni. Bara svona völtuðu yfir mig sem var þá á Yarisnum. Þetta lið!

Núna er ég þetta lið:/ Er óvænt komin á Nissan Pathfinder og er enn að finna mig í honum. Hef aldrei keyrt svona stóran bíl áður og er mjög klunnaleg, sérstaklega þegar ég er að reyna að leggja í stæði. Fjarlægðarskynið er alveg brenglað og það munaði mjög litlu að ég bakkaði á bíl í dag þegar ég var að krönglast á bílastæðinu í leikskólanum hans Stefáns í Grænuhlíðinni sem er svo þröngt, lítið og asnalegt að það hálfa væri nóg. Asnaðist þarna inn á þessum stóra kagga og þegar maður er búinn að keyra þarna inn löngu mjóu innkeyrsluna þá er bara ekki aftur snúið ef öll stæðin eru upptekin. Það er bara stórmál að snúa við á svona stórum bíl. Þetta var akkúrat kl 16 óvart og af því að ég var með Guðrúnu Höllu datt mér í hug að "smeygja" mér inn. Já, nei nei.

Ég var eins og fíll í glerhúsi! Maður smeygir sér ekkert á þessum bíl. Fékk skrýtið augnaráð frá allavegana einni mömmunni og það var ÁÐUR en ég var næstum því búin að klessa á bílinn. Maður sér ekki einu sinni svo vel þessu litlu bíla af því maður er svo stór eitthvað.

Díses. Ég er þetta lið. Það er bara þannig.


No comments: