Mér þykir almættið hafa undarlegan húmor þessa dagana. Stundum finnst mér eins og það leggji (?) fyrir mann hvert prófið á fætur öðru og fylgist svo átekta með hvernig maður höndli það.
Ég er alveg óskaplega viðkvæm fyrir hvers lags hljóðum. Hljóð trufla mig, sérstaklega ef ég er að reyna að sofa. Mamma sagði mér um daginn að ég hefði alltaf verið svona, líka sem ungabarn, að ég hefði vaknað upp við hvers kyns hljóð þegar ég var að blunda í vagninum.
Ég fékk "flashback" þegar ég gisti þessa einu nótt í Hreiðrinu um daginn eftir að ég fæddi Guðrúnu Höllu. Ég svaf ekkert út af látunum í loftræstikerfinu og man eins og það hefði gerst nóttunni á undan að ég einmitt svaf ekki dúr út af sömu látum nóttina eftir að ég átti Stefán Mána. Svanur aftur á móti getur sofið við hvaða hljóð sem er. Hann segist heyra þessi hljóð en þau fara bara ekki í taugarnar á honum (!)
Eitt af því sem ég hlakkaði mest til við að flytja í nýja íbúð var að geta loksins sofið í svefnherbergi sem væri (vonandi) ekki með neinum látum í en fjölskyldan fyrir ofan mig í Bogahlíðinni vakti mig iðullega þar sem stofan þeirra var beint fyrir ofan svefnherbergið mitt. Þetta valdi mér þónokkru hugarangri þar sem óvenju hljóðbært var í Bogahlíðinni.
Sveif um á bleiku skýji eftir að ég flutti fyrst hingað í Stigahlíðina en núna er kaldhæðnin í hámarki þar sem fáránleg kælipressa niðrí kjallara (beint undir svefnherberginu mínu) er að gera mér lífið leitt. Þessi kælipressa er tilkomin vegna þess að hverri íbúð fylgir kæliherbergi sem hægt er að nota sem ísskáp. Voða sniðugt.
Mér þætti þetta allt saman mjög sniðugt ef þessi blessaða kælipressa gæfi ekki frá sér næstum því stöðugt mótorhljóð. Núna er helvítis pressan biluð svo að óhljóðin eru viðvarandi, sérstaklega á nóttunni og á morgnana.
Ég sem ætlaði að vera svo dugleg við að kvarta ekki get eiginlega ekki setið á mér lengur. Við Guðrún Halla gátum lítið sofið í nótt vegna látanna:(
Spurning hvort maður ætti að kvarta (aftur) við formanninn ..... :/
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment