Leigði þessa mynd á "leigunni" í fyrradag til að gera mér glaðan dag. Hún hljómaði spennandi og leikararnir voru ekki af verri endanum: Channing Tatum, Jude Law og Catarina Zeta Jones. Lofaði góðu..
Svo var þetta ekkert sérstök mynd. Fattaði svo seinna (þegar ég lá andvaka vegna kælipressunnar) hversu ótrúverðug hún var líka. Kærastan hans Channings er mjög þunglynd í þessari mynd og fer á þunglyndislyf. Þau virka ekki sem skyldi þannig að hún fer á nýtt lyf sem er nýkomið á markaðinn og tekur líka önnur lyf með. Allavegana, endar með því að hún drepur kærastann sinn í svefni með því að stinga hann með hníf. Hún er sem sagt sofandi og hann glaðvakandi þar sem þetta gerðist að degi til. Allavegana, konan er einhver písl og Channing er mjög sterklega byggður, mjög hávaxinn og þrekinn. Glætan! Myndi maður ekki verja sig og bregðast sterklega við eftir fyrstu stunguna? Þetta voru sem sagt þrjár hnífsstungur (í kviðinn fyrst) og glætan að hún hafi verið það sterk að geta stungið hann verandi sofandi og allt!
Allavegana, kannski hefur maður bara of miklar væntingar til kvikmynda sem og annars. Eins og vitur kona eitt sinn sagði:
"Lífið hefst þegar væntingum lýkur."
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment