Friday, August 23, 2013

Brian Tracy - Hámarksárangur

Elska þessa bók. Hún hefur kennt mér svo margt.

Þessi bók er alltaf á "náttborðinu" (ef ég væri með náttborð.) Eitt af því sem ég ætla að tileinka mér og kemur fram í þessari bók er að alltaf segja börnunum mínum að þau séu frábær.

Brian segir í bókinni að hann segi sínum börnum að þau séu best í heimi á hverjum degi. Hann segir þeim að þau séu frábær og að hann elski þau. Ég hef gert þetta markvist með Óla minn og finn að það virkar. Hann er reyndar svo frábært eintak af barni að það er auðvelt að vera sannfærandi.

Ég held að ef að allir foreldrar myndu tileinka sér þetta þá myndu sálfræðingar verða atvinnulausir og ölkunum myndi fækka.

Núna er að byrja á næsta barni, honum Stefáni Mána. Ég hef reyndar byrjað en ég held að hann verði að þroskast aðeins meir þangað til hann nær innihaldinu. Hann er soddann óþekktarangi stundum:/

Þetta er Brian Tracy. Ætla að fara á youtube og finna eitthvað bitastætt með honum.




No comments: