það er ófremdarástand á lóðinni í kringum blokkina. Hingað eru komnir menn að vinna í pípulögnunum og laga drenið. Allt er í hers höndum.
Þessir menn eru svo miklir naglar að þeir reykja án þess að taka sígarettuna út úr munninum. Þeir nota hendurnar til að vinna og sígarettan er bara í kjaftinum. Líka þegar þeir tala saman. Sem er á testesterón hlöðnum nótunum.
Þetta er alveg sér ættbálkur. Aldrei gat ég bara reykt án þess að nota hendurnar og þóttist ég nú vera mikill nagli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment