Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að fá mér magnesium í duftformi. Þetta heitir Náttúruleg slökun og er lýst sem styrk gegn streitu. Það stendur á umbúðunum að efnið komi jafnvægi á kalk upptöku og að það jafni heilbrigt magn magnesíum í líkamanum. Þetta lítur svona út:
Eftir að hafa tekið þetta líður mér svipað eins og mér leið þegar ég byrjaði að taka járnið í fljótandi formi. Það var eins og mér hefði verið stungið í samband eftir að hafa verið batteríslaus. Maður tekur þetta í fljótandi formi sem hefur bestan árangur. Þetta er svona duft sem freyðir. Maður á að setja u.þ.b. teskeið í heitt vatn og kæla það svo niður með köldu vatni og drekka svo.
Þegar ég var í apótekinu um daginn gluggaði ég í bækling um þessa vöru og þar kom fram að efnið vinnur gegn tilfinningasveiflum (;))
Eitthvað fyrir mig :D
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment