(varúð: hér ræði ég frekar um útópíuna mína um stjórnskipan landsins.)
Er orðin svo þreytt á hægri og vinstri og persónuárásum stjórnmálamanna og sandkassaleik. Var að hlusta á þáttinn sem er alltaf á Bylgunni um og kringum kl 16 þar sem fólk hringir inn og ræðir mál líðandi stundar.
Það hringdi inn maður og vildi fá að vita hvar peningarnir væru. "Hvar eru skattpeningarnir okkar? Í hvað fara peningarnir? Ekki fer það í að gera við göturnar, svo mikið er víst! Ekki fer það í spítalann eða heilbrigðiskerfið, svo mikið er víst! Hvar er peningarnir?!"
(Varð hér ekki gríðarlega stórt þjóðargjaldþrot fyrir nokkrum árum?)
Allavegana, svo hringdi inn maður sem stakk upp á því að á Alþingi sæti "okkar besta fólk."
Hans hugmynd var að launin yrðu hækkuð upp í alvöru forstjóralaun svo að við myndum fá okkar úrvalsfólk til að sinna alþingisstörfunum. Mér finnst svo mikið vit í þessu. Auðvitað á fólk með góða menntun og hæfileika, okkar úrvalsfólk, að sjá um stjórn landsins í stað valdasjúks fólks sem er kannski með 10% fylgi á bakvið sig.
Þeir hæfustu á hverju sviði hverju sinni ættu að sinna því. Okkar úrvalsmanneskja á sviði til dæmis utanríkismála ætti að sinna þeim málum og vera þá skipuð í það starf o.s. frv...
Þetta meikar bara svo mikinn sens fyrir mig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment